Jóni forseta stolið

Jón forseti hefur verið brotinn af minnisvarðanum.
Jón forseti hefur verið brotinn af minnisvarðanum. Ljósmynd/Aflafréttir

Minnismerkið um Jón forseta RE er horfið og hefur það væntanlega verið brotið af festingum sínum. Ljóst er að nokkur átök hefur þurft til að brjóta merkið en það er úr 10 mm ryðfríu stáli.

Aflafréttir greina frá þessu. Minnismerkið hefur staðið úti á Stafnesi við Sandgerði frá árinu 2012. Merkið er til minningar um strand togarans Jóns forseta RE en það var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

Hann strandaði við Stafnes framan við vitann í janúar árið 1928. Fórust með honum fimmtán menn en tíu tókst að bjarga.

Hér má sjá minnisvarðann heilan.
Hér má sjá minnisvarðann heilan. Mynd/Aflafréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert