Rannsaka enn mál kvennanna tveggja

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á máli tveggja kvenna sem handteknar voru um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 27. maí síðastliðinn er á lokastigi. Gera má ráð fyrir að rannsókn málsins ljúki á næstu dögum. Ekki liggur fyrir hvað verður ákært í málinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er enn verið að afla gagna í málinu. Um er að ræða myndir úr myndavélum, bæði frá vitnum og úr öryggiskerfum flugstöðvarinnar. Búið er að ræða við konurnar og starfsfólk Icelandair vegna málsins. Ekki fékkst uppgefið hversu margir hefðu verið yfirheyrðir vegna málsins.

Ekki liggur fyrir hvort málið verður sent til héraðssaksóknara að rannsókn lokinni.

Fréttir mbl.is um málið: 

Hugsanlega ákærðar fyrir flugrán

Handteknar í Icelandair-vél

Flúði undan Boko Haram til Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert