Enn verið að vinna úr gögnum

Frá réttarhöldunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Frá réttarhöldunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. mbl.is

„Það er verið að vinna úr þessum gögnum og meta hvort forsendur séu fyrir frekari aðgerðum. Mennirnir voru látnir lausir og á grundvelli gagnanna verður tekin ákvörðun um framhaldið,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is.

Í síðustu viku voru þeir Stefán Almarsson og Þórður Jóhann Eyþórsson handteknir og yfirheyrðir vegna ábendingu sem barst lögreglu í málinu.

„Það er í raun og veru ekki meira um það að segja á þessum tímapunkti. Það er ekki komin nein niðurstaða í þennan þátt málsins. Þetta tekur tíma.“

Spurður hvenær niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir, segir Davíð Þór:

„Við munum skila þessum gögnum til nefndarinnar og hún verður að meta þýðingu þeirra fyrir ákvörðun sína. Það er miðað við að nefndin ljúki sínu starfi með haustinu. Það verður að fara að binda endahnútinn á þetta eins fljótt og mögulegt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert