Ævar vísindamaður fær 600.000 kr. styrk

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ævar Þór Bene­dikts­son, bet­ur þekkt­ur sem …
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ævar Þór Bene­dikts­son, bet­ur þekkt­ur sem Ævar vís­indamaður, á fundinum fyrr í dag. Ljósmynd/Ingibjörg Ólafsdóttir

Ævar Þór Bene­dikts­son, bet­ur þekkt­ur sem Ævar vís­indamaður, fær styrk frá menntamálaráðuneytinu vegna ár­legs lestrarátaks síns upp á 600.000 krónur. „Það ganga allir sáttir frá borði og aldrei stóð annað til en að styrkja þetta átak sem ráðherrann er sérstaklega hrifinn af,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra.

Frétt mbl.is - Ráðuneytið vildi ekki styrkja Ævar 

„Ég hafði sótt um milljón í styrk en fékk sex hundruð þúsund. Það er frábært að fá þessi viðbrögð og að fá þessi snöru viðbrögð,“ segir Ævar Þór í samtali við mbl.is.

Gulrótin í átakinu er síðan sú að sá sem les …
Gulrótin í átakinu er síðan sú að sá sem les mest á möguleika á að verða persóna í bók eftir Ævar vísindamann sem kemur út næsta vor. mbl.is/Golli

Hann segir mikinn velvilja vera fyrir átakinu og nú þegar hafi fyrirtæki úti í bæ haft samband við sig og boðist til að brúa bilið ef ekki næðist að standa straum af kostnaði við átakið. Þá bauðst auglýsingastofan Brandenburg til að hanna öll plaköt fyrir næsta átak. „Það er gríðarlegur velvilji úr öllum áttum sem er algjörlega æðislegt.“

Átakið mun að öllum líkindum hefjast í janúar á næsta ári og standa yfir í tvo mánuði. Gulrótin í átakinu er síðan sú að sá sem les mest á möguleika á að verða persóna í bók eftir Ævar vísindamann sem kemur út næsta vor. Að lokum segist Ævar Þór vera ánægður að sjá hvað lestur skipti fólk miklu máli. „Ég er þakklátur fyrir velvilja fólks gagnvart þessu átaki og hvað lestur skiptir fólk miklu máli. Það voru mörg falleg orð skrifuð í gær um átakið og mér þykir rosalega vænt um það.“

Frétt mbl.is - Stóð alltaf til að styrkja Ævar 

Frétt mbl.is - Ævar vísindamaður fær styrk 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert