Ævar vísindamaður fær styrk

Lestrarátakið Ævar vísindamaður fær styrk eftir allt saman.
Lestrarátakið Ævar vísindamaður fær styrk eftir allt saman. mbl.is/Golli

„Þetta eru augljóslega einhver mistök,“ segir Illugi Gunnarsson um þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að styrkja ekki lestrarátak Ævars Þórs Benediktssonar, Ævars vísindamanns, í ár. Menntamálaráðuneytið mun því styrkja lestrarátakið.

Ráðuneytið hefur styrkt átakið síðastliðin tvö ár og hafa börn um allt land lesið 114 þúsund bækur í átakinu. Ævar greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að umsókn hans um styrk hefði verið hafnað án rökstuðnings.

„Ég hitti Ævar í fyrra og þá sagði hann mér frá lestrarátaki sínu sem leiddi til þess að ég styrkti það. Hér er um einhver mistök að ræða og hann mun fá styrk. Að minnsta kosti jafnháan styrk og í fyrra,“ segir Illugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert