Fluttur á gjörgæslu eftir slysið

Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur á gjörgæslu eft­ir harðan þriggja bíla árekst­ur á Öxna­dals­heiðinni um tíu­leytið í morg­un.

Einn lést í slysinu sem varð er bíll var að taka fram úr ann­arri bif­reið í þann mund er lít­il rúta á norður­leið kom á móti bíl­un­um. Bifreiðin sem var að fara fram úr valt út af veg­in­um, en rút­an og hinn bíll­inn skullu sam­an.

Karlmaðurinn sem nú dvelur á gjörgæslu var ökumaður í annarri bifreiðinni. Hann var upphaflega fluttur til Akureyrar en tekin var ákvörðun um að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Kona úr hinni bifreiðinni dvelur enn á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir eftirliti en er þó ekki talin alvarlega slösuð.

Í rút­unni voru 12 farþegar auk bíl­stjóra. Allir voru þeir útskrifaðir af Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir skoðun. 

Fréttir mbl.is
Öxnadalsheiði hefur verið opnuð

Bana­slys á Öxna­dals­heiði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert