Fella niður skólagjöldin

Lundi myndaður á Borgarfjirði eystri. Ferðaþjón- usta er í miklum …
Lundi myndaður á Borgarfjirði eystri. Ferðaþjón- usta er í miklum blóma í firðinum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur ákveðið að fella niður flest þau gjöld sem foreldrar þurfa jafnan að greiða fyrir skólaþjónustu í sveitarfélaginu á komandi skólaári.

Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, að felld verði niður gjöld fyrir skólamáltíðir auk leikskóla- og tónskólagjalda.

Nemendum í hreppnum hefur fækkað töluvert undanfarin ár og nú er svo komið að fimm börn eru á leikskólastigi og átta á grunnskólastiginu, en starfsemi skólanna, auk tónlistarskólans, er undir einum hatti. „Við erum að reyna að gera staðinn að betri valkosti,“ segir Jón og bendir aðspurður á að nokkuð húsnæði sé laust í þorpinu. „En núna stendur ekkert laust yfir sumarið, það vilja allir vera hér á sumrin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert