Icelandair flýgur til Nice vegna leiks Íslands og Englands

Icelandair ætlar að fljúga með stuðningsmenn út til Nice.
Icelandair ætlar að fljúga með stuðningsmenn út til Nice. AFP

Icelandair mun bjóða upp á beint flug á landsleik Íslands og Englands á EM 2016. Boeing 757 þotu-Icelandair verður flogið til Nice í Frakklandi síðdegis sunnudaginn 26. júní og til baka frá Nice snemma morguns þriðjudaginn 28. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

„Laus sæti í fluginu verða einungis til sölu á vef Icelandair og verður opnað fyrir söluna kl. 14.30 í dag. Flugið fram og til baka kostar kr. 115.000 með sköttum og gjöldum inniföldum. Brottför frá Keflavíkurflugvelli verður kl. 16:30 á sunnudaginn og brottför frá Nice verður að leik loknum klukkan 06:15 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 08:00 að morgni þriðjudags 28. júní.

Einungis er um flug fram og til baka að ræða og rétt að taka sérstaklega fram að miðar á leikinn eru ekki í boði,“ segir enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert