Ísland í 13. sæti á EM í brids

Spilað á EM í brids.
Spilað á EM í brids.

Eftir tvo góða sigra í gær á Evrópumótinu í brids í Ungverjalandi fékk íslenska liðið skell í síðasta leiknum og er í 13. sæti af 37 liðum.

Ísland vann fullnaðarsigur á Grikkjum í fyrsta leik dagsins, 20-0. Í næsta leik vannst sigur á Færeyingum, 18,97-1,03 en í þriðja leiknum tapaði Ísland naumlega fyrir Rússum, 7,97-12,03. Síðasti leikurinn var gegn Hollendingum og hann var illa spilaður af hálfu Íslendinga. Niðurstaðan var stórt tap, 2,55-17,45.

Í dag spilar íslenska liðið við Portúgal, Úkraínu, Írland og Danmörku. Mótinu lýkur á laugardag þegar þrír síðustu leikirnir verða spilaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert