Ráðuneyti vinnur tillögur um Mývatn

Tillögur nefndar um málefni Mývatns verða unnar áfram í umhverfis- …
Tillögur nefndar um málefni Mývatns verða unnar áfram í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. mbl.is/ Birkir Fanndal Haraldsson

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag skýrslu nefndar um málefni Mývatns fyrir ríkisstjórn og þær tillögur sem í henni koma fram. Frá þessu greinir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við mbl.is. Viðbrögð ríkisstjórnar við skýrslunni voru jákvæð og var ráðuneytinu falið að vinna áfram og útfæra þær tillögur sem þar koma fram.

Um­hverf­is­ráðherra skipaði starfshóp­ um málefni Mývatns í maí síðastliðnum og vann hópurinn skýrsluna um ástand vatns­ins með ábend­ing­um um mögu­leg­ar aðgerðir til að draga úr nei­kvæðum áhrif­um.

Frétt mbl.is: Minnka þarf álagið á Mývatn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert