Sá stærsti 15 metra

Nýsmíði Seiglu á Akureyri fyrir norska útgerð. Báturinn verður afhentur …
Nýsmíði Seiglu á Akureyri fyrir norska útgerð. Báturinn verður afhentur seint á árinu 2017.

Seigla ehf. á Akureyri hefur samið um smíði á stórum báti úr trefjaplasti af gerðinni Seigur 1500XWW-Liberty fyrir norska útgerð.

Báturinn verður 15 metra langur og átta metra breiður. Í honum verður 120 rúmmetra lest útbúin þannig að hægt verði að flytja í henni lifandi fisk.

„Þetta er langstærsti 15 metra báturinn sem hefur verið smíðaður á Íslandi. Þeir verða ekki stærri en þetta,“ sagði Björn Sverrisson, sölu- og markaðsstjóri Seiglu. Þar skiptir máli breidd og hæð bátsins en hann verður um 10 metra hár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert