Aðstoðarbankastjóri staðgengill en ekki undirmaður

Arnór Sighvatsson (l.t.v.) var fyrst skipaður aðstoðarseðlabankastjóri 27. febrúar 2009. …
Arnór Sighvatsson (l.t.v.) var fyrst skipaður aðstoðarseðlabankastjóri 27. febrúar 2009. Már Guðmundsson var fyrst skipaður seðlabankastjóri 20. ágúst 2009. Þeir hafa báðir verið endurskipaðir í embætti sín. mbl.is/Golli

Í lögfræðiáliti sem seðlabankastjóri kallaði eftir er komist að þeirri niðurstöðu að aðstoðarseðlabankastjóri sé ekki undirmaður bankastjórans. Niðurstaðan byggist á því að aðstoðarbankastjórinn sé staðgengill og skipaður af ráðherra.

Kallað var eftir álitinu í kjölfar þess að bankaráð Seðlabankans fjallaði um mögulegt vanhæfi seðlabankastjóra í máli sem var til meðferðar hjá bankanum.

Um vanhæfi starfsmanna hjá hinu opinbera gilda sérstakar reglur þegar undirmaður fær til úrlausnar mál er varðar sérstaka og verulega hagsmuni yfirmanns. Í lögum segir að seðlabankastjóri setji reglur um umboð aðstoðarseðlabankastjóra til að skuldbinda bankann með undirskrift sinni, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert