Flugumferðarstjórar sömdu

Kjarasamningur var undirritaður af Samtökum atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, og Félagi íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) í húsnæði ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í nótt.  Samningurinn gildir til ársloka 2018.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ríkissáttasemjara að kjarasamningurinn verði í kjölfarið kynntur stjórn Isavia og félagsmönnum FÍF og hann borinn undir atkvæði. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir eigi síðar en 10. júlí.

Lög voru sett á kjaradeilu flugumferðarstjóra fyrr í sumar en samkvæmt þeim hefði deilan farið í gerðardóm hefði ekki samist í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert