Hvar áttu að kjósa?

mbl.is

Fyrstu kjörstaðir vegna forsetakosninganna opnuðu klukkan níu í morgun en allar helstu upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, Kosning.is. Þar á meðal hvar fólk á að kjósa eftir því hvar það er með lögheimili.

Á kjörskrá eru 245.004 kjósendur og stendur fjöldi karla og kvenna á pari. Við forsetakjör fyrir fjórum árum voru 235.743 manns á kjörskrá. Fjölgunin síðan þá er 9.261 maður eða 3,9%. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 13.077, það eru 5,3% kjósenda.

Mbl.is mun fylgjast náið með kosningunum í máli og myndum í dag og fram á nótt. Þar á meðal með kjörsókn og birta tölur þegar þær liggja fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert