Jarðskjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærð 3,5 varð í dag klukkan 7:19 í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.

Samtals voru um 350 jarðskjáftar staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 15. júní á Reykjaneshrygg og var hann 3,3 að stærð. Tæplega 30 skjálftar urðu við Bárðarbungu, um 20 undir Mýrdalsjökli og þrír við Heklu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert