KSÍ býður Tólfunni á leikinn

Stuðningsmenn fögnuðu ákaft með landsliðinu að loknum leik gegn Austurríkismönnum.
Stuðningsmenn fögnuðu ákaft með landsliðinu að loknum leik gegn Austurríkismönnum. AFP

KSÍ hefur í samstarfi við stuðningsmannasveitina Tólfuna boðið 10 stuðningsmönnum landsliðsins á leik Íslands og Englands í Nice.

Þetta kemur fram á facebooksíðu KSÍ. Þar kemur fram að KSÍ muni leggja til flug, gistingu og miða á leikinn en Tólfan sjái um að úthluta miðunum til stuðningsmanna sinna.

Tólfan hafði áður greint frá því að fjármagn sveitarinnar væri uppurið og að liðsmenn hennar væru á heimleið.

„Með þessu vill KSÍ koma til móts við stuðningsmannasveit Tólfunnar sem hefur staðið vel við bakið á íslenska landsliðinu í Frakklandi,“ segir í tilkynningu KSÍ á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert