Leitað að Héðni í alla nótt

Björgunarsveitafólk var að störfum í alla nótt á Akureyri og í nágrenni við leit að Héðni Garðarssyni en án árangurs. Engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans eftir kl. 9 í gærmorgun.

Hlé hefur verið gert á leitinni og er verið að meta stöðuna. Að sögn lögreglu er í raun allt landið undir í leitinni þar sem ekkert er vitað um ferðir hans eftir að hann fór frá heimili sínu í gær. 

Vitað er að Héðinn fór á bif­reiðinni TH-979, sem er rauð Suzuki Grand Vit­ara, ár­gerð 2000 með svart­ar felg­ur. Talið er að hann sé klædd­ur í grá­ar vinnu­bux­ur, hvít­an stutterma­bol og í svartri renndri hettupeysu.

Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Héðins eru vin­sam­leg­ast beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una til dæm­is í gegn­um einka­skila­boð á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra eða í síma 444-2805.

Sjái fólk bif­reiðina, kyrr­stæða eða á ferð, skal hringja strax í 112.

Frétt mbl.is: Lögregla leitar Héðins

Uppfært 22:37

Héðinn er kominn í leitirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert