Líðan karlmannsins er stöðug

mbl.is/Ómar

Líðan karlmannsins sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir harðan þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiðinni í gærmorgun er stöðug. Maðurinn er á fimmtugsaldri.

Einn lést í slys­inu sem varð er bíll var að taka fram úr ann­arri bif­reið í þann mund er lít­il rúta á norður­leið kom á móti bíl­un­um. Bif­reiðin sem var að fara fram úr valt út af veg­in­um, en rút­an og hinn bíll­inn skullu sam­an.

Karl­maður­inn sem nú dvel­ur á gjör­gæslu var ökumaður í ann­arri bif­reiðinni. Hann var upp­haf­lega flutt­ur til Ak­ur­eyr­ar en tek­in var ákvörðun um að flytja hann með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur.

Í rút­unni voru 12 farþegar auk bíl­stjóra. All­ir voru þeir út­skrifaðir af Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri eft­ir skoðun. 

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um tildrög slyssins eða rannsókn þess hjá lögreglu. 

Frétt mbl.is: Fluttur á gjörgæslu eftir slysið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert