Lítt hrifin af tískutrendum unga fólksins

Guðrún Jónsdóttir var glæsileg á kjörstað fyrr í dag.
Guðrún Jónsdóttir var glæsileg á kjörstað fyrr í dag. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

„Það ætti að banna unga fólkinu að vera í buxum með götum á hnjánum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi. Guðrún vakti athygli blaðamanns mbl.is fyrir fallegan klæðaburð er hún gekk til kosninga á Seltjarnarnesi fyrr í dag.

Guðrún vill helst banna unga fólkinu að ganga um í …
Guðrún vill helst banna unga fólkinu að ganga um í buxum sem þessum. Ljósmynd/Topshop.com

Hún segir kjördag afar merkan og spennandi dag og hefur ávallt klætt sig upp í tilefni hans. Í kvöld ætlar Guðrún að fylgjast með kosningasjónvarpinu en henni finnst þessar kosningar afar spennandi. „Ég hef alltaf nýtt kosningaréttinn minn og vona að kjörsókn verði góð í dag.“

Fyrstu kjörstaðir vegna for­seta­kosn­ing­anna opnuðu klukk­an níu í morg­un. Á kjör­skrá eru 245.004 kjós­end­ur og kosið er í sex kjör­dæm­um. Kosningum lýkur klukkan tíu í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert