Reynt til þrautar í deilunni

Flugvél á leið til Reykjavíkur.
Flugvél á leið til Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lokatilraun til sátta í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var gerð í gær á samningafundi sem stóð frá kl. 14 og langt fram eftir kvöldi.

Engin niðurstaða hafði fengist í deilunni þegar Morgunblaðið fór í prentun, en frestur sem deiluaðilum var gefinn í lögum til þess að komast að niðurstöðu rann út á miðnætti. Þá mun gerðardómur taka málið í sínar hendur.

Síðasti fundur deiluaðilanna var haldinn á mánudaginn sl. án nokkurrar niðurstöðu. Loka þurfti Reykjavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda starfsmanna, en ekki tókst þá að fá flugumferðarstjóra til að vinna yfirvinnu. Var því öllu flugi beint til Keflavíkur meðan á lokun stóð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert