Ísland í 14. sæti á EM í brids

Franska liðið, sem vann Evrópumótið í brids í dag.
Franska liðið, sem vann Evrópumótið í brids í dag.

Ísland endaði í 14. sæti á Evrópumótinu í brids, sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Frakkar urðu Evrópumeistarar í opnum flokki.

Íslenska liðið átti ágætan endasprett. Það vann Þýskaland, sem endaði í 5. sæti, í síðustu umferðinni og Tyrki í þeirri næstsíðustu.

Svíar urðu í 2. sæti á mótinu og Hollendingar í því þriðja. Mónakó varð í  4. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Ítalir í 6. sæti og Búlgarar í 7. sæti en sjö efstu þjóðirnar unnu sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert