Undirbúa tónleikana á Esjunni

Tónleikarnir í undirbúningi.
Tónleikarnir í undirbúningi. Ljósmynd/Nova

Tónleikar fara fram í dag klukkan 14:00 á Esjunni þar sem hljómsveitin Gus Gus mun skemmta áhorfendum. Það er fjarskiptafyrirtækið Nova sem stendur fyrir atburðinum. Undirbúningur hefur verið í gangi undanfarinn sólarhring fyrir tónleikana.

„Það er svo sannarlega í mörg horn að líta en núna er allt að smella og allir orðnir mjög spenntir. Það er hlýtt á fjallinu í dag en við hvetjum tónleikagesti til að klæða sig vel svo þeir njóti sín sem best,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova.

DJ Margeir hitar upp áður en Gus Gus mætir á sviðið en hljómsveitin ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag á Esjunni. Guðmundur lofar mikilli upplifun auk þess sem gönguferð á fjallið sé góð fyrir heilsuna. 

„Það ætti að taka innan við klukkutíma að ganga upp þangað sem tónleikarnir verða rétt austan við Stein og gangan þangað er styttri en alveg að Steini. Kjörin samvera fyrir fjölskylduna,“ segir Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert