Unga fólkið lætur ekki sitt eftir liggja

Eiríkur Mörk Valsson hefur stjórnað umferð á kjörstað í Kópavogi …
Eiríkur Mörk Valsson hefur stjórnað umferð á kjörstað í Kópavogi í um sjö ár. mbl.is/Kristín Edda Frímannsdóttir

„Talið í bílum hefur kjörsókn verið ágæt,“ segir Eiríkur Mörk Valsson sem stjórnar allri bílaumferð um íþróttahúsið Smárann í Kópavogi. Eiríkur hefur stjórnað umferð á kjörstað í um sjö ár og segir umferðina hafa verið talsverða og jafna alveg frá því klukkan tíu í morgun.

„Við erum búin að þurfa allan mannskap í að stjórna þessu,“ segir Eiríkur. Hann segir greinilegt að margir hafi haft sig sérstaklega til fyrir kosningar. „Það er ekki leiðinlegt að fá að fylgjast með.“

Þá segist hann telja það rangt að ungt fólk sé ekki að nýta atkvæðisrétt sinn. „Ég held að það hljóti að vera rangt. Alla vega höfum við séð margt ungt fólk hér í dag og talsvert meira en í sveitarstjórnarkosningunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert