Ráðist á vef Ríkisútvarpsins

Vefur Ríkisútvarpsins varð fyrir netárásum laust eftir miðnætti en ekki er vitað hvaðan þær komu. Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að mildi þyki að árásin hafi verið uppgötvuð fljótt þar sem áhersla hafi verið á að sinna kosningasjónvarpinu. Tekið hafi verið eftir árásinni þegar vefumsjónarkerfi féll niður milli klukkan eitt og tvö í nótt. 

Við nánari athugun hafi komið í ljós óeðlileg umferð um vef Ríkisútvarpsins. Fljótlega hafi verið hægt að loka á umferð og bregðast við árásinni. Haft er eftir Gísla Þórmari Snæbjörnssyni, deildarstjóra hugbúnaðardeildar Ríkisútvarpsins, að slíkar árásir væru ekki óeðlilegar þótt færri væru gerðar á vef Ríkisútvarpsins en margra annarra fyrirtækja. Farið yrði í það strax í fyrramálið að greina árásina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert