300 tommu risaskjár við Arnarhól

Risaskjánum var komið upp við Arnarhól í morgun. Búist er …
Risaskjánum var komið upp við Arnarhól í morgun. Búist er við mörg þúsund manns að horfa á landsleikinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Risaskjárinn við Arnarhól sem landsleikurinn í kvöld verður sýndur á er tæpum 27 tommum stærri en risaskjárinn á EM torginu á Ingólfstorgi.

Frétt mbl.is: Búist við þúsundum á Arnarhól í kvöld

Samkvæmt Ingólfi Arnarsyni, framkvæmdastjóra Hljóð X, sem sér um uppsetningu risaskjáanna, er skjárinn við Arnarhól 26 fermetrar en skjárinn á Ingólfstorgi 21 fermetri.

Skjárinn á Ingólfstorgi, sem slökkt verður á í kvöld.
Skjárinn á Ingólfstorgi, sem slökkt verður á í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til að setja þetta í samhengi er skjárinn sem notaður verður í kvöld ríflega 300 tommur. Skjárinn á EM-torginu er hins vegar „ekki nema“ tæplega 274 tommur.

Búist er við allt af 15.000 áhorfendum í miðbænum í kvöld, en eins og greint hefur verið frá verður slökkt á skjánum á EM-torginu fyrir leik Íslands og hann því aðeins sýndur við Arnarhól.

Fánar settir á svalirnar við veitingastaðinn Sólon. Stemningin fer að …
Fánar settir á svalirnar við veitingastaðinn Sólon. Stemningin fer að magnast í miðbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert