Allt trylltist á Arnarhóli

mbl.is/Þórður

Það ætlaði allt um koll að keyra á Arnarhóli þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir gegn Englandi á 18. mínútu leiksins.

Blaðamaður mbl.is er á staðnum og fangaði stemmninguna, eins og sjá má hér.

Þúsundir manna eru komnar saman í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með leiknum og er stemmningin gríðarleg. Það sló þögn á mannskapinn þegar Englendingar komust yfir strax í byrjun leiksins, en mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins örskömmu síðar, eins og sjá má á þessu myndskeiði.

mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert