Bæta við flugferðum á leikinn

Leikmennirnir fagna með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld.
Leikmennirnir fagna með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld. AFP

WOW air mun bæta við að minnsta kosti tveimur flugferðum til Parísar fyrir leik íslenska landsliðsins gegn því franska í átta liða úrslitum EM í knattspyrnu á sunnudaginn næsta.

Heimasíða flugfélagsins hrundi í kvöld vegna mikils álags, en að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, var álagið á vefnum tvöfalt meira eftir sigurleikinn gegn Englandi í kvöld heldur en eftir leik Íslands og Austurríkis.

Áhuginn á flugmiðum til Parísar er því gríðarlegur, en Svanhvít segir að strax sé orðið uppselt í nokkrar ferðir til Frakklands og þar í kring. Eins sé orðið uppselt í flug til Íslands á mánudeginum.

Byrjað verði að vinna að því strax á morgun að bæta við flugferðum.

Leikið verður á franska þjóðarleikvanginum, Stade de France, sem tek­ur rúm­lega 81 þúsund áhorf­end­ur.

Frétt mbl.is: Reyna að koma sem flestum til Parísar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert