Fjölmenni á Arnarhóli - myndir

mbl.is/Þórður

Þúsundir manna eru nú komnir saman á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur til þess að fylgjast með leik Íslands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu.

Stemningin er frábær í miðbænum og mikil eftirvænting í loftinu.

Mikið var þrýst á aðstand­end­ur EM-torgs­ins að færa leik­inn á stærra svæði þar sem Ing­ólf­s­torg var sprungið vegna áhuga Íslend­inga og er­lendra ferðamanna á lands­leikj­um Íslands á mót­inu. Um fjögur þúsund manns mættu á leiki Íslands á Ing­ólf­s­torgi í riðlakeppn­inni, en búist er við að vel yfir tíu þúsund manns mæti á Arnarhól í kvöld.

Ljósmyndarar mbl.is eru á flakki um miðbæinn og fanga stemninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert