Flugstjóri reyndist sannspár

Vignir Örn tók þessa mynd úr flugstjórnarklefanum á leið frá …
Vignir Örn tók þessa mynd úr flugstjórnarklefanum á leið frá Amsterdam í dag. Mynd/Vignir Örn Guðnason

„Ég var nú bara á leið heim frá Amsterdam og varð litið á þessa tvo takka þar sem stóð ENG 1 og ENG 2. Takkarnir tákna hreyfil 1 og 2. Það var eitthvað svo borðleggjandi að breyta þarna ENG í ISL,“ segir Vignir Örn Guðnason, flugstjóri hjá WOW air, sem birti meðfylgjandi mynd í dag.

„Þetta einhvern veginn kom til mín í einhverju gríni,“ segir Vignir sem fylgdist spenntur með gangi mála í kvöld.

„Ég var mjög spenntur. Ég var svo sem ekkert að spá í þennan spádóm, ef spádóm mætti kalla. Ég var nú spenntastur yfir úrslitunum. Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að veðja, en það er gaman að þessu, gaman að hafa tippað á rétt úrslit,“ segir Vignir.

Vignir Örn Guðnason flugstjóri spáði rétt fyrir um úrslit leiksins.
Vignir Örn Guðnason flugstjóri spáði rétt fyrir um úrslit leiksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert