Fundu manninn og hlustuðu á kosningaútvarp

Vélhjólamaðurinn var á Stórasandsleið og allt fór vel.
Vélhjólamaðurinn var á Stórasandsleið og allt fór vel. Ljósmynd/Sigfús Heiðar

Björgunarsveitarmenn úr Húnavatnssýslum og Borgarfirði fóru í fyrrinótt til leitar að erlendum vélhjólamanni sem tapað hafði áttum inni á heiðum og komst hvergi.

Maðurinn fannst um klukkan tvö um nóttina á svonefndri Stórasandsleið á Grímstunguheiði og hafði þá verið leitað í nokkrar klukkustundir.

Að sögn Sigfúsar Heiðars Jóhannssonar í björgunarsveitinni Blöndu á Blönduósi var upphafspunktur aðgerða á Arnarvatnsheiði. Fór mannskapur þangað bæði úr norðri og suðri. Á heiðinni fundust hjólaför sem beindu leit til austurs, fyrst á Víðidalstunguheiði og svo áfram. Fjórhjólamenn úr björgunarsveit fundu manninn svo á áðurnefndum stað, sem er ekki langt frá Kjalvegi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert