Götum lokað í miðborginni

Íslendingar fylgjast með landsliðinu á Ingólfstorgi. Búist er við þúsundum …
Íslendingar fylgjast með landsliðinu á Ingólfstorgi. Búist er við þúsundum á Arnarhól í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Götur í miðborg Reykjavíkur verða lokaðar frá kl. 16.00 til 23.00, vegna sýningar á leik Íslands og Englands á risaskjá við Arnarhól.

Frétt mbl.is: Búist við þúsundum á Arnarhól í kvöld

Frétt mbl.is: Gæti rignt á Arnarhól í kvöld

Lokað verður frá Ingólfsstræti að Aðalstræti og frá Vonarstræti að Geirsgötu. Á meðfylgjandi mynd má sjá götukort með lokununum.

Götulokanir í miðborginni í kvöld.
Götulokanir í miðborginni í kvöld. Mynd/Reykjavíkurborg

Vegna leiksins verður akstursleiðum strætisvagna í miðbænum jafnframt breytt.

Er Lækjargata lokuð fyrir umferð strætisvagna í allan dag, frá klukkan níu í morgun til miðnættis.

Strætisvagnar á leiðum 11 og 12 munu því aka frá Hlemmi, norður Snorrabraut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust  Hringbraut og fara síðan aftur á sínar leiðir. Sama leið er ekin til baka.

Vegna lokunar á Lækjargötu munu vagnar á leiðum 1, 3, 6, 11, 12 og 13 aka frá Hlemmi, norður Snorrabraut – Sæbraut – Geirsgötu – Mýrargötu – Ánanaust  Hringbraut og svo fara vagnar inn á sínar leiðir á gömlu Hringbraut. Sama leið er ekin til baka.

Biðstöðvar á Lækjartorgi, við Menntaskólann í Reykjavík, Ráðhúsinu og á Fríkirkjuvegi eru óvirkar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert