IKEA innkallar dökkt súkkulaði

Önnur súkkulaðitegundin sem var innkölluð.
Önnur súkkulaðitegundin sem var innkölluð. ljósmynd/IKEA

Ófullnægjandi upplýsingar um mjólkur- og heslihnetuinnihald á umbúðum eru ástæða þess að IKEA hefur innkallað tvær tegundir dökks súkkulaðis sem það selur. Tegundirnar sem um ræðir eru Choklad Mörk 60% og Choklad Mörk 70%. Hægt er að skila súkkulaðinu og fá það endurgreitt í verslun IKEA.

Í tilkynningu frá IKEA segir að allir dagsetningarstimplar af CHOKLAD MÖRK 60% og CHOKLAD MÖRK 70% séu innkallaðir. Stimplana má finna aftan á vörunni (ÁÁÁÁ/MM/DD). Þeir sem eru með ofnæmi gætu fundið fyrir einkennum eftir neyslu vörunnar.

„Viðskiptavinum sem eru með ofnæmi fyrir mjólk og/eða heslihnetum, og öðrum, er velkomið að skila vörunni í IKEA og fá hana endurgreidda. Við biðjumst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á www.IKEA.is.

60 og 70% súkkulaði IKEA var innkallað.
60 og 70% súkkulaði IKEA var innkallað. ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert