Íslenskir læknanemar eftirsóttir

Forseti Slóvakíu, herra Andrej Kiska, heimsótti læknadeild háskólans í Jessenius í Martin Slóvakíu í vikunni.

Þar stunda um 90 íslenskir nemar læknisfræði við góðan orðstír, svo góðan að forsetinn óskaði sérstaklega eftir að fá að ræða við íslenska læknanema við deildina.

„Það fyrsta sem hann gerði var reyndar að óska okkur til hamingju með strákana okkar í boltanum,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, einn af nemendum sem stunda nám við læknadeildina. Ásamt henni ræddu Victor Guðmundsson, Guðmundur Ingi Ástvaldsson og Júlíus Geir Sveinsson við forsetann, bæði á slóvakísku og ensku. Forsetinn hafði einnig orð á að læknanemarnir væru bestu sendiherrar Íslands í Slóvakíu.

Forseti Slóvakíu, herra Andrej Kiska, með íslensku læknanemunum fjórum.
Forseti Slóvakíu, herra Andrej Kiska, með íslensku læknanemunum fjórum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert