Leikurinn ekki sýndur á ruv.is

Fagnaðarlæti á Ingólfstorgi.
Fagnaðarlæti á Ingólfstorgi. Árni Sæberg
Landsleikur Englands og Íslands, sem hefst kl. 19 í kvöld, verður í beinni útsendingu á RÚV og sjónvarpi Símans og útvarpað á Rás 2. Leiknum verður ekki streymt á vef RÚV.is vegna réttindamála en það verður hægt að horfa á hann í Sarpsappi RÚV, í símum og spjaldtölvum, og á sjónvarpsappi Símans.

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 
Sjónvarp Símans hefur dreifingarréttinn á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi á Íslandi og náðist samkomulag um að RÚV sýndi líka leiki Íslands á mótinu svo dreifingin næði til nær allra landsmanna.

Þrír fyrstu leikirnir voru sýndir á RÚV og á RÚV.is en að beiðni Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, verður leikjunum hér eftir ekki streymt á netinu heldur verða þeir sýndir í öppum þar sem þau veiti betri vörn gegn ólöglegri dreifingu efnis. Því varð úr að hægt verður að horfa á leikina í Sarpsappi RÚV og á sjónvarpsappi Símans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert