Fyrsti kvenkyns aðstoðarframkvæmdastjóri Nató

Rose Gottemoeller og Jens Stoltenberg.
Rose Gottemoeller og Jens Stoltenberg. Mynd/Nató

Rose Gottemoeller var í dag skipuð aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) í stað Alexander Vershbow. Bæði eru þau bandarískir diplómatar. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði skipunina vera tímamót fyrir bandalagið.

Gottemoeller er fyrsta konan til að gegna þessu embætti hjá NATO, en hún var tilnefnd af Barack Obama í stöðuna í mars. Hún á langan starfsframa sem diplómati, en þegar hún var tilnefnd gagnrýndu repúblikanar valið og sögðu Gottemoeller vera of veika gegn Rússum.

Stoltenberg sagðist aftur á móti vera ánægður með að að fá Gottemoeller og að hún myndi koma með mikla reynslu úr alþjóðlegum öryggismálum til NATO, m.a. í tengslum við vopnabúnað og samskipti við Rússland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert