Baldur dró farþegabát til hafnar

Sjómælinga- og eftirlitsbáturinn Baldur.
Sjómælinga- og eftirlitsbáturinn Baldur. Hafþór Hreiðarsson

Sjómælinga- og eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar, Baldur, þurfti að draga farþegabát til hafnar í dag eftir að báturinn óskaði eftir aðstoð vegna gangtruflana í vélum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni nú í kvöld.

Baldur var við sjómælingar í Eyjafirði þegar beiðnin um aðstoð barst. Af öryggisástæðum var ákveðið að Baldur myndi fylgja farþegabátnum áleiðis til hafnar. Skömmu eftir að Baldur byrjaði að fylgja bátnum óskaði skipstjórinn eftir því að hann yrði tekinn í tog. Baldur dró þá bátinn til hafnar á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert