Blóm, broskarlar, hjörtu og kórónur

Mjög lítill hluti atkvæða var ógildur. Guðni Th. Jóhannesson fékk …
Mjög lítill hluti atkvæða var ógildur. Guðni Th. Jóhannesson fékk 39,1% gildra atkvæða. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, og Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fengu nokkur atkvæði í nýafstöðnum forsetakosningum. Það ógilti að sjálfsögðu kjörseðilinn að skrifa nafn þeirra á hann en kjósendum virtist vera sama, þeir komu skoðunum sínum á því hver ætti að gegna embætti forseta Íslands á framfæri.

Hátt í þúsund kjörseðlar voru dæmdir ógildir í forsetakosningunum og oftast var það út af einhverju kroti á þá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður fékk Lars Lagerbäck allt að tíu atkvæði og nokkuð mikið var um það á ógildu seðlunum að kjósendur væru að merkja við sinn frambjóðanda og strika um leið yfir eitt eða fleiri nöfn annarra frambjóðanda. Tvær til þrjár illa kveðnar vísur slæddust í kjörkassana í Suðurkjördæmi. Algengustu teikningarnar á kjörseðlunum voru blóm, broskarlar, hjörtu og kórónur. ÍNorðausturkjördæmi var ritað á nokkra seðla: „Það á að leggja þetta embætti niður“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert