Ferðatilboð hrannast upp

Dæmi eru um að fólk afbóki ferð til sólarlanda og …
Dæmi eru um að fólk afbóki ferð til sólarlanda og fari fremur til Frakklands til að horfa á EM í fótbolta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þeir sem skráðir eru á tölvupóstlista hjá ferðaskrifstofum hafa líklega tekið eftir fjölda auglýsinga á sólarlandaferðum á undanförnum dögum. Ýmsir áfangastaðir voru auglýstir með skömmum fyrirvara í kringum leik Íslands og Englands.

Bókanir í júní hafa staðið í stað þrátt fyrir væntingar um vöxt milli ára og á síðustu dögum hafa ferðatilboð hrannast upp í tölvupósthólfum.

Í umfjöllun um ferðatilboð þessi í Morgunblaðinu í dag segir, að leiða megi líkur að því að margir bíði með bókanir þangað til endanleg staða landsliðsins sé ljós og að sumir afbóki sólarlandaferðina til að fara til Frakklands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert