Glaumur í miðborginni í nótt

Mikill fögnuður braust út eftir sigur Íslendinga á Englendingum á …
Mikill fögnuður braust út eftir sigur Íslendinga á Englendingum á EM í gærkvöldi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. mbl.is/Eggert

Sigri íslenska landsliðsins á því enska í 16-liða úrslitum EM var fagnað fram eftir nóttu í höfuðborginni. Í dagbók lögreglu kemur fram að nóttin hafi verið ansi erilsöm og áberandi mikil ölvun hafi verið fram eftir henni. Lögreglumenn hafi oft þurft að grípa inn í og afstýra vandræðum.

Fimmtíu mál voru bókuð sem lögreglumenn sinntu. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna ölvunar og óspekta.

Fjórir voru handteknir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Allir voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert