Mokafli dragnótabáta í Ólafsvík

Frá löndun úr Agli SH í dag.
Frá löndun úr Agli SH í dag. Morgunblaðið/Alfons

Síðustu daga hefur verið mokafli hjá dragnótabátum sem róa frá Ólafsvík og hefur aflinn komist upp í 32 tonn eins og hjá bátnum Agli SH.

Í dag landaði báturinn 32 tonnum sem fengust í aðeins þremur hölum af þorski. Þórður Björnsson segir í samtali við Morgunblaðið að þessi mikli afli sé óvanalegur á þessum árstíma og hafi dragnótabáturinn Gunnar Bjarnarson SH landað góðum afla að undanförnu og var báturinn með 26 tonn af stórum og góðum þorski.

Þórður segir ennfremur mjög góða veiði hafa verið hjá handfærabátum og til dæmis hafi Tryggvi Eðvarðs landað 8 tonnum, Júlli Páls SH 7,5 tonnum, sem er mjög góður afli að sögn Þórðar, sem segir að lokum að afli þeirra fáu línubáta sem séu á veiðum hafi verið mjög lítill að undanförnu.

Frá löndun úr Agli SH.
Frá löndun úr Agli SH. Morgunblaðið/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert