Risaskjár á Akranesi á sunnudag

Íslendingar fylgjast með leiknum gegn Englendingum á Arnarhól. Nú geta …
Íslendingar fylgjast með leiknum gegn Englendingum á Arnarhól. Nú geta þeir horft á Akranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skagamenn munu setja upp risaskjá í skógræktinni Garðalundi fyrir leik Íslands og Frakklands á sunnudag. Bæjarhátíðin Írskir dagar verður haldin á Akranesi um helgina og er skjárinn settur upp í tengslum við hana.

Skjárinn verður jafnstór og sá við Arnarhól á mánudag; 26 fermetrar eða rúmlega 300 tommur og því töluvert stærri en skjárinn á EM-torginu á Ingólfstorgi. Íslendingar hafa því þann kost að keyra upp á Akranes vilji þeir horfa á leikinn.

Hallgrímur Ólafsson, verkefnastjóri Írskra daga, segir að allir hjálpist að á Skaganum til að framkvæma uppsetninguna. „Það eru allir að leggjast á eitt í fótboltabænum Akranesi. Fyrirtæki á Skaganum eru að aðstoða okkur í þessu og leggja í púkk svo hægt sé að gera þetta mögulegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert