Árný er skuggi nýja forsetans

Árný Guðmundsdóttir (l.t.h.) túlkar ræðu Guðna yfir á táknmál.
Árný Guðmundsdóttir (l.t.h.) túlkar ræðu Guðna yfir á táknmál. mbl.is/Árni Sæberg

„Með túlkun á táknmáli er heyrnarlausum veittur aðgangur að þátttöku í samfélaginu. Eftir því sem vitund fólks fyrir réttindum þegnanna eykst er meira leitað eftir þessari þjónustu, sem hefur fjölgað tækifærum og aukið lífsgæði svo margra,“ segir Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur.

Á fundum og samkomum í aðdraganda forsetakosninga – svo og á sigurhátíð á kosninganótt – vakti athygli að ávörp Guðna Th. Jóhannessonar voru jafnan túlkaðar af íslensku yfir á íslenskt táknmál. Þar var Árný sem skuggi nýja forsetans, sem í ræðum sínum lagði áherslu á jöfn tækifæri allra, óháð aðstæðum.

„Að fylgja frambjóðanda eftir var nú bara eitt af þessum óteljandi og ólíku verkefnum sem fólk í mínu fagi sinnir. Þörfin eftir túlkun eykst stöðugt; við mætum til dæmis á fundi og opinberar samkomur, túlkum fyrir nemendur í skólum, heyrnarlausa sem þurfa til læknis eða sækja opinbera þjónustu og svo mætti áfram telja. Æ fleiri mannamót eru líka túlkuð, svo sem 1. maí, gleðigangan í ágúst og eins pólitískir fundir, þótt misjafnt sé milli flokka hve mikil áhersla er lögð á þessa þjónustu,“ segir Árný í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Árný tákntúlkar á sigurhátíð Guðna Th. á kosninganótt. Bræður væntanlegs …
Árný tákntúlkar á sigurhátíð Guðna Th. á kosninganótt. Bræður væntanlegs forseta, Patrekur og Jóhannes, í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert