Slasaðist á göngu við Rauðfeldargjá

Konan var flutt af slysstað á sexhjóli.
Konan var flutt af slysstað á sexhjóli. Ljósmynd/Lífsbjörg

Björgunarsveitin Lífsbjörg á Snæfellsnesi var kölluð út síðdegis í dag þegar tilkynning barst um erlenda konu sem slasaðist á göngu við Rauðfeldargjá. Konan var flutt af slysstað á sexhjóli og gekk flutningurinn mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðan konuna og flutti hana til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Landspítalann í Fossvogi.

Konan var á göngu ásamt fjölskyldu sinni en þau gátu ekki gefið nákvæmlega upp hvar þau voru stödd og tafði það fyrir sjúkraflutningum. Var konan því orðin köld þegar aðstoð barst.

Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu eða hvort meiðslin séu alvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert