Snarpar hviður fyrir vestan

Hviðurnar geta verið varasamar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Myndin tengist …
Hviðurnar geta verið varasamar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Styrmir Kári

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum við fjöll á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag sem geta verið varasamar fyrir húsbíla og vagna. Spáð er norðlægri átt á landinu á Vestur- og Norðvesturlandi og rigningu og súld norðan til en skúrum syðra.

Gert er ráð fyrir norðlægri átt, víða 10–15 m/s, á Vestur- og Norðvesturlandi, annars talsvert hægari. Rigning og súld norðan til, en skúrir syðra. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Austan og norðaustan 5–10 á morgun. Rigning eða súld á Austurlandi, annars skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 16 stig, en svalara austast.

Á morgun er spáð austan og norðaustan golu eða kalda. Súld eða rigning austanlands, en í öðrum landshlutum skiptast á skin og skúrir. Hiti 10 til 16 stig, en svalara austast. Á fimmtudag er svipað veðurútlit, jafnvel heldur blautara.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert