Stefnir í frábært berjaár

Bláber við rætur Snæfellsjökuls.
Bláber við rætur Snæfellsjökuls. mbl.is/Ómar Óskarsson

Búast má við góðri berjasprettu í sumar að mati Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og áhugamanns um berjatínslu. Sveinn nefnir hitann í maí sem meginástæðu bjartsýninnar.

„Þetta lítur afskaplega vel út. Ekki bara á Suðvesturlandi heldur hefur vorið líka verið gott fyrir norðan og austan og það sést víða á berjasprettunni. Ég hef oft vísað í Bjarna Guðmundsson sem var prófessor á Hvanneyri varðandi rannsókn sem hann gerði á berjasprettu sem náði yfir 25 ára tímabil. Niðurstaða hans var sú að meðalhiti í maí væri einn af ákvarðandi þáttunum,“ segir Sveinn og bætir við að ummerkin séu bersýnileg.

„Ef við skoðum lyngið, til dæmis í Borgarfirði, þá er komið mikið af sætukoppum. Síðan eru grænjaxlarnir ekki aðeins farnir að sýna sig í júnímánuði heldur einnig farnir að dökkna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert