Búast má við að verð lækki

Innflutt matvæli ættu að lækka hratt vegna gengislækkunar pundsins.
Innflutt matvæli ættu að lækka hratt vegna gengislækkunar pundsins. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Áhrif af verulegri lækkun á gengi breska pundsins á seinustu dögum eru ekki enn komin fram í vöruverði hér á landi en Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti muni áhrifin koma fram á næstu vikum og mánuðum.

„Það fer þá eftir því um hvaða vörur er að ræða. Veltuhröðu vörurnar eru matvæli en þær sem velta hægar eru varanlegar rekstrarvörur og fjárfestingarvörur,“ segir Andrés í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gengi sterlingspundsins gagnvart krónu er nú um 165 kr. en það veiktist verulega eftir úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðildina að Evrópusambandinu. Íslendingar fluttu inn vörur fyrir um 13,6 milljarða frá Bretlandi á fyrstu 5 mánuðum ársins. Andrés Magnússon segir spurður um verðbreytingar í kjölfar veikingar pundsins að reynslan sýni að verð haldist í hendur við gengi viðkomandi gjaldmiðla og það eigi við í þessu tilfelli eins og öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert