Endurbætur á Laugardalsvelli í skoðun

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Þessa dagana gengur allt út á EM og þjóðin slítur varla gangstéttum eða götum því það snertir enginn jörðina. Það þarf enga síður að standa vel að þessu og skoða málið vel áður en við tökum ákvarðanir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, spurður um hvort til standi að gera endurbætur eða stækka Laugardalsvöll.

Hann segir borginni hafa borist erindi frá KSÍ fyrir nokkrum vikum um ástand vallarins og tekið hafi verið jákvætt í það. Nú er verið að skoða skipulags- og fjárhagsþáttinn ásamt öðrum málum í sérstökum starfshópum hjá borginni. Þá er þýskt ráðgjafafyrirtæki að gera hagkvæmilega athugun á stækkun vallarins en niðurstaðan í þeirri athugun á að liggja fyrir í ágúst. 

„Við erum að skoða þetta með jákvæðum huga en það er ekki búið að botna málið enn þannig það er ekki hægt að segja meira á þessu stigi,“ segir Dagur að lokum.

Ástand Laugardalsvallar hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði en í janúar sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu aðstöðuna á vellinum til skammar.

Frétt mbl.is - Laugardalsvöllur til skammar

Laugardalsvöllur eins og hann er nú.
Laugardalsvöllur eins og hann er nú. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert