Enn möguleiki á flugi frá Akureyri

Akureyringum býðst að fljúga beint til Parísar.
Akureyringum býðst að fljúga beint til Parísar. mbl.is/ Þorgeir Baldursson

Tugir hafa skráð sig á biðlista eftir flugsæti frá Akureyri til Parísar á sunnudag. Ferðaþjónustufyrirtækið Circle Air á Akureyri hefur þegar tryggt 50 farþega leiguþotu sem mun fljúga með stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á leikinn gegn Frakklandi á EM á sunnudag. Uppselt er í það flug en vonir standa til að hægt verði að bæta við stærri farþegaþotu.

„Við erum bjartsýn á að við getum veitt ákveðin svör fyrir hádegi með það,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air, en nú tekur fyrirtækið niður nöfn á biðlista svo unnt verði að tryggja stærri þotu og fleiri komist á leikinn. Þegar hafa fleiri tugir skráð sig á biðlistann en eftir því sem fleiri skrá sig aukast líkurnar á að unnt verði að senda stærri vél.

Frétt mbl.is: Fljúga frá Akureyri til Parísar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert