Fjórum aukaflugum bætt við

Úrvinda áhangendur íslenska landsliðsins bíða eftir flugi í Nice í …
Úrvinda áhangendur íslenska landsliðsins bíða eftir flugi í Nice í Frakklandi. mbl.is/Golli

Uppselt er í tvö flug Icelandair sem bætt var við áætlun félagsins til Parísar vegna leiks Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum EM 2016.

Icelandair hefur því ákveðið að bæta við þriðja aukafluginu til Parísar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er um að ræða leiguflug sem samstarfsaðili Icelandair, Hifly, annast.

Laus sæti í flugið verða einungis til sölu á vef Icelandair og er sala hafin. Brottför er frá Keflavíkurflugvelli klukkan 8 að morgni leikdags, sunnudagsins 3. júlí, og brottför frá París verður á mánudag 4. júlí klukkan 19:40. Flugið fram og til baka kostar kr. 116.000 með sköttum og gjöldum inniföldum. Aðspurður um hækkanir á flugi segir Guðjón að engar breytingar hafi verið gerðar á flugverði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert