Forvarnaverkefni gefa góða raun

Björgunarsveitarfólk í útkalli. Forvarnir minnka álagið til muna.
Björgunarsveitarfólk í útkalli. Forvarnir minnka álagið til muna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Forvarnarverkefni, tengd erlendum ferðamönnum, hafa gengið framar vonum, þrátt fyrir öra fjölgun ferðamanna síðustu ár, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.

Stór liður í forvörnum er að ferðamönnum gefist kostur á að senda inn ferðaáætlanir sínar.

„Tölfræðin sýnir að þessi forvarnarverkefni sem eru í gangi hjá okkur og fleirum eru að skila árangri. Við erum að fá nokkur þúsund ferðaáætlanir á hverju ári í gegnum SafeTravel-vefinn okkar,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Þetta hafi í för með sér að síður þarf að hefja leitir að fólki, smærri leitarhópa þurfi í hvert skipti og björgunarsveitarfólk sé vel úthvílt fyrir stór verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert